Lýðræðisdagurinn haldinn á Akureyri í apríl

Lýðræðisdagurinn verður haldinn á Akureyri 12. apríl nk. með íbúaþingi, sem haldið verður í Brekkuskóla. Málið var til umræðu á fundi stjórnsýslunefndar Akureyrarbæjar í dag og þar gerði Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri grein fyrir undirbúningi fyrir lýðræðisdaginn. Hún fundar innan tíðar með formönnum hverfisnefnda um fyrirkomulag þingsins og umræðuefni. Einnig verður leitað samstarfs við Háskólann á Akureyri um framkvæmd íbúaþingsins.

Nýjast