27. febrúar, 2008 - 17:05
Lögreglan á Akureyri lýsir eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað laugardaginn 4. september 2004 um miðjan dag á
Eyjafjarðarbraut eystri skammt frá Akureyri. Málsatvik voru þau að karlmaður veittist að konu á rauðri fólksbifreið og veitti henni alvarlega
áverka. Tveir karlmenn á jeppabifreið munu hafa komið að þar sem þetta átti sér stað og tekið árásarmanninn á brott
með sér. Lögreglan biður þá sem komu þarna að og aðra þá sem hugsanlega hafa vitneskju um málið að hafa samband við
lögregluna á Akureyri í síma 464 7705.