Lið MA í úrslit í Gettu betur

Lið Menntaskólans á Akureyri tryggði sér sigur og þar með sæti í úrslitakeppninni Gettu betur í kvöld með sigri á liði Menntaskólans við Hamrahlíð þar sem lokatölur urðu 25-24. Lið Menntaskólans við Hamrahlíð var með yfirhöndina mest allan tímann en í lokin náðu MA-ingar að klára leikinn. Eins og sjá má á lokatölunum var þetta mjög jöfn keppni í kvöld. Á morgun munu Borgarholtsskóli og Menntaskólinn í Reykjavík etja kappi um hitt sætið í úrslitakeppninni á móti MA sem fer fram í næstu viku.

Nýjast