27. febrúar, 2008 - 23:04
Strákarnir í liði Akureyrar í 2. flokki í handbolta tóku í kvöld á móti Víkingi í undanúrslitum bikarkeppni
HSÍ og unnu öruggan 10 marka sigur 41-31. Með sigrinum komst lið Akureyrar í úrslit og mætir liði HK í Laugardalshöllinni næsta sunnudag.
Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum leiksins og jafnt á öllum tölum upp í 4-4 en fljótlega eftir það tóku
heimamenn af skarið og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik 19-15. Í síðari hálfleik jókst munurinn jafnt og þétt og lauk
leiknum eins og áður segir með öruggum tíu marka sigri 41-31.