Lengingin senn í útboð

„Þessa dagana er verið að vinna að gerð útboðsgagna og því verki miðar þannig að vonandi getum við boðið verkið út fyrir áramót," segir Sigurður Hermannsson, umdæmisstjóri Flugstoða á Norðurlandi, um fyrirhugaða lengingu flugbrautarinnar á Akureyrarflugvelli um 500 metra, en að lengingu lokinni verður brautin tæplega 2,5 km að lengd. Eins og kunnugt er hefur verkinu verið hraðað um eitt ár frá upphaflegri áætlun og var sú ákvörðun liður í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna skerðingar á þorskkvótanum. Jafnframt lengingunni á að setja niður við völlinn fullkomnustu tæki varðandi aðflug og mun tilkoma þeirra þýða að vélar geta lent á vellinum við mun lægri skýjahæð en nú er.

Nýjast