Skipið hefur stundað veiðar á grálúðu í net fyrir norðan land og hafa veiðarnar gengið nokkuð vel og m.a. landaði skipið 75 tonnum í síðustu viku. Kristrún kom að landi í vikunni með 25 tonna afla eftir fjóra sólarhringa en skipið þurfti að koma inn til hafnar fyrr en ráðgert hafði verið vegna bilunar. Aflinn er sendur áfram á markað í Japan.