Norðurþing boðar til borgarafundar um verkefnið
Framsækið samfélag með álver á Bakka, á morgun, fimmtudaginn 3.
apríl, kl. 20:00-22:00 á Fosshóteli, Ketilsbraut 22 á Húsavík. Einnig verður efnt til morgunverðarfundar um verkefnið í
Alþýðuhúsinu á Akureyri við Skipagötu 14. á 4. hæð, föstudaginn 4. apríl kl. 8:30-10:00. Á fundunum munu fulltrúar
Norðurþings, Alcoa, HRV, Landsvirkjunar og Landsnets kynna undirbúning og stöðu þessa mikilvæga verkefnis og svara fyrirspurnum. Allt áhugafólk um
uppbyggingu atvinnulífs á Norðausturlandi er velkomið á fundina.