Kvikyndi efnir til grískrar vorveislu á Akureyri

Helgarnar 31. maí - 1. júní og 7.-8. júní verða sýndar fjórar kvikmyndir eftir gríska leikstjórann Theo Angelopoulos. Þetta er einn af virtustu leikstjórum kvikmyndasögunnar og margverðlaunaður.

Kvikyndi stendur fyrir sýningunum en það er Grikklandsvinafélagið sem hefur góðfúslega lánað myndirnar. Sýningarnar verða í Sambíóunum, á Akureyri í Nýja bíói. Miðaverð er kr. 500.-.

Laugardagur 31. maí kl. 16:00

Topio stin omichli/Landslag í þoku/Landscape in the mist  (1988)
Er ein aðgengilegasta mynd Angelopoulusar og hlaut meðal annars Felix verðlaunin og Gullna ljónið í Feneyjum. Þetta er svokölluð vegamynd sem fjallar um tvö börn sem leita föður síns sem þeim hefur verið sagt að búi í Þýskalandi. Lengd 127 mínútur

Sunnudagur 1. júní kl. 16:00
Vlemma tou Odyssea/Augnaráð Ódysseifs/Ulyssess´ Gaze  (1995)

Fjallar um grískan kvikmyndagerðarmann sem er í útlegð í Bandaríkjunum en snýr aftur til heimabæjar síns til að vera viðstaddur sérstaka sýningu á einni af umdeildustu myndum sínum. Var tilnefnd til fjölda verðlauna og vann meðal annars gagnrýnendaverðlaun á Cannes. Lengd 176 mínútur

Laugardagur 7. júní kl. 16:00
Mia aioniotita kai mia mera/Ein eilífð og einn dagur/Eternity and a day  (1998)
Dómnefndin í Cannes var einróma sammála um að veita þessari mynd Gullpálmann árið 1998. Hún fjallar um gamlan rithöfund sem hefur fengið að vita frá lækni sínum að hann eigi aðeins stuttan tíma ólifaðan. Daginn eftir á hann að leggjast inn á sjúkrahús og ekki eiga afturkvæmt en þá hittir hann ungan strák sem hann ákveður að rétta hjálparhönd. Lengd 132 mínútur

Sunnudagur 8. júní kl. 16:00

To Livadi pou dakryzei/Grátengi/The Weeping Meadow (2004)

Við fylgjumst með ungu ástföngnu pari sem þarf að takast á við erfiða tíma millistríðsáranna og hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar í Grikklandi. Hlaut evrópsku gagnrýnendaverðlaunin. Lengd 163 mínútur

Nýjast