Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið hér á Akureyri sem og á öðrum stöðum á landinu laugardaginn 7. júní næstkomandi þar sem aðalþema hlaupsins er heilbrigt hugarfar-hraustar konur.
Hlaupið verður frá Hrafnagilsskóla í Eyjarfjarðarsveit kl. 11:00. Vegalengdir sem verða í boði eru: 2 km- 5 km og 10 km. Forskráning verður á staðnum. Þá verður hlaupið frá Ráðhústorgi Akureyrar kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2 km og 4 km. Einnig verður hlaupið frá Elliheimilinu Hlíð á Akureyri 6. júní. Egils Kristall og Kellogs Special K verður í boði og eru allir kvennmenn hér í Eyjafirðinum, ungar sem aldnar, hvattar til að mæta.