Á fundi stjórnar Akureyrarstofu nýlega voru lagðar fram tillögur að ráðstöfun þeirra fjármuna sem Akureyrarbær fékk vegna
tekjuskerðingar sem hann verður fyrir vegna samdráttar á aflaheimildum, samtals 5,8 milljónir króna vegna ársins 2007. Stjórn Akureyrarstofu leggur
til við bæjarráð að 2,8 milljónir króna verði nýttar til þess að koma á fót skapandi sumarstörfum fyrir ungt fólk
á aldrinum 17-25 ára. Haldið verði utan um það verkefni í samstarfi Akureyrarstofu, samfélags- og mannréttindadeildar og vinnuskólans.
Þá leggur stjórn Akureyrarstofu til að afgangurinn verði nýttur til að styrkja innviði ferðaþjónustu í Hrísey og í
Innbænum á Akureyri og að stjórn Akureyrarstofu hafi umsjón með útfærslu þessara verkefna og úthlutun fjármunanna.