Kjarabarátta sjómanna að fara af stað

Á almennum fundi félagsmanna í Sjómannafélagi Eyjafjarðar á dögunum voru kjaramál lauslega rædd "og eru þau mál að fara af stað," segir Konráð Alfreðsson formaður félagsins. Hann sagði að á fundinum hefðu menn m.a. rætt um þær kröfur sem ætlunin sé að setja fram. Aðspurður um stöðuna hjá sjómannastéttinni í kjölfar kvótaniðurskurðarins á sl. ári sagði Konráð: „Við höfum orðið vel varir við fækkun sjómanna. Brim er til dæmis smám saman að losa sig við alla norðlenska sjómenn og þar er allt á leið suður. Atvinnuöryggi norðlenskra sjómanna hjá Brimi er lítið." „Þá finnst okkur einnig að útgerðin sé að undirmanna skipin og það skapar hættu. Menn eru að standa mikið af frívöktum sem veldur mikilli þreytu hjá sjómönnum," sagði Konráð.

Nýjast