KA vann sigur í Minningarleiknum

KA vann Þór í Minningarleiknum um Guðmund Sigurbjörnsson fyrrum formann Þórs sem háður var á sunnudaginn 4.maí. Þetta var hörkuleikur milli þessara liða þó svo að um vináttuleik hafi verið að ræða.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2. Það var því ákveðið að vítaspyrnukeppni myndi ráða úrslitum og þar höfðu KA menn betur og lokatölur urðu 5-4. Öll mörkin í leiknum nema eitt komu úr vítaspyrnu.

Nýjast