KA vann Þór í Minningarleiknum um Guðmund Sigurbjörnsson fyrrum formann Þórs sem háður var á sunnudaginn 4.maí. Þetta var
hörkuleikur milli þessara liða þó svo að um vináttuleik hafi verið að ræða.
Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2. Það var því ákveðið að vítaspyrnukeppni myndi ráða úrslitum og þar
höfðu KA menn betur og lokatölur urðu 5-4. Öll mörkin í leiknum nema eitt komu úr vítaspyrnu.
Einhvern vegin hefur okkur hjónum alltaf tekist að teljast til þeirra ríku og velmegandi í þessu samfélagi. Þó okkar upplifun hér áður fyrr væri að við ættum vart til hnífs og skeiðar, þá hafa stjórnvöld í gegnum tíðina fundið út að svo sé ekki.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkti fyrir áramót með fjórum atkvæðum að ganga til samninga við SS-Byggi á grundvelli tilboðs frá fyrirtækinu í smíði á brú yfir Glerá og jöfnunarstöðvar fyrir strætó, en hún hefur verið í miðbænum við BSO um langt skeið.
Í desember heimsótti Eva María Ingvadóttir, aðjúnkt við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri, umhverfislíftæknideild Tækniháskólans í Lódz (LUT) í Póllandi.
Heildarumferð ársins 2025 á milli Eyjarfjarðar og Þingeyjarsveitar var 846.918 ferðir sem jafngildir 2.320 ferðum að meðaltali á dag. Þetta er aukning um 7,6% á milli ára. Ársaukning á ferðum í gegnum göngin var 3,3% en 22% um Víkurskarð. Hlutfall umferðar um göngin var 74% en var 77% árið 2024.
Svalbarðsstrandarhreppur fékk nýverið afhent iðnaðarhús í Borgartúni. Kaupin eru hluti af heildstæðri framtíðarsýn um betri nýtingu húsnæðis og markvissa uppbyggingu þjónustu sveitarfélagsins.
Þórhallur Jónsson varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri gefur kost á sér í 2-3 sæti í komandi röðun Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningarnar n.k vor. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi til fjölmiðla og er svohljóðandi:.