KA náði öðru sæti í blakinu

KA lék um helgina tvo leiki gegn Stjörnunni í 1.deild karla í blaki og voru leikirnir þeir síðustu hjá liðunum í deildinni fyrir úrslitakeppni.

Stjarnan hafði þegar tryggt sér Deildarmeistaratitilinn en KA menn þurftu að vinna samtals þrjár hrinur í leikjunum tveimur til að ná öðru sæti og þar með heimaleikjarétti gegn Þrótti R. í úrslitakeppninni.

KA náði markmiði sínu strax í fyrri leiknum sem þeir unnu 3-2. Því skipti síðari leikur liðanna engu máli og létu KA menn óreyndari leikmenn sýna spila þann leik sem tapaðist 0-3.

Nánar er fjallað um leikinn og lokahóf Blaksambands Íslands þar sem KA menn sópuðu að sér verðlaunum í Vikudegi á fimmtudaginn. 

Nýjast