15. febrúar, 2008 - 11:04
KA bar sigur úr býtum í Powerdaemótinu í knattspyrnu sem lauk í Boganum í gær. Liðið lagði Þór að velli í
síðasta leik mótsins, þar sem Þór dugði jafntefli til sigurs í mótinu. KA-menn voru ekki á þeim buxunum og unnu leikinn 2-0.
Bæði mörkin komu í síðari hálfleik og skoraði Almarr Ormarrsson það fyrra en Steinn Gunnarsson það síðara undir lok
leiksins. KA-menn voru vel að sigrinum komnir, þeir voru mun ákveðnari en Þórsarar í leiknum. Þórsarar léku einum færri
síðustu mínúturnar, eftir að Kristján Sigurólason fékk seinna gula spjaldið sitt og rautt í kjölfarið en þá
höfðu KA-menn reyndar skorað bæði sín mörk.