KA-menn byrjuðu leikinn mun betur og sóttu að marki gestanna en vantaði herslumuninn upp á að skapa sér almennileg færi. Það tókst hinsvegar á 32. mínútu þegar Guðmundur Óli Steingrímsson kom KA-mönnum yfir með góðu skoti. Selfyssingar fengu dæmda vítaspyrnu tveimur mínútum síðar en Matus Sandor í marki KA gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Sævars Þórs Gíslasonar. Varnarmaðurinn Norbert Farkas kom KA-mönnum í tvö núll á 40. mínútu eftir darraðadans í teignum. En það stóð ekki lengi því einni mínútu síðar minnkaði Sævar Þór Gíslason muninn fyrir Selfyssinga. Staðan í hálfleik 2-1 fyrir heimamenn.
Selfyssingar náðu að jafna metinn á 68. mínútu þegar Henning Eyþór Jónasson skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu. Lokatölur því 2-2. KA-menn hafa eitt stig í deildinni eftir þrjá leiki.