Íþróttaráð samþykkir að veita styrk vegna Skólahreysti

Íþróttaráð Akureyrar hefur samþykkt að veita Icefitness ehf. styrk vegna Skólahreysti 2008 að upphæð kr. 100.000 en fyrirtækið hafði óskað eftir niðurfellingu á leigu fyrir Íþróttahöllina. 


Á sama fundi frestaði íþróttaráð afgreiðslu erindis fá Klökkunum, útvistarklúbbi fyrir fatlaða og vísaði því til umfjöllunar í stjórn Íþróttabandalags Akureyrar. Klakarnir sóttu um styrk frá Akureyrarbæ vegna sumarstarfsemi 2008. Klakarnir eru útivistarklúbbur á vegum Sjálfsbjargar á Akureyri í samvinnu við Akur, íþróttafélag fatlaðra á Akureyri og hafa Klakarnir boðið öllum fötluðum krökkum á landinu upp á skíðaþjálfun í Hlíðarfjalli aðra hverja helgi síðastliðna tvo vetur og hafa hug á að færa út kvíarnar næsta sumar.

Nýjast