Innanlandsflugi aflýst og hálka á vegum

Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna óveðurs en hátt í 650 farþegar eiga bókað flug til og frá Reykjavík í dag og á morgun. Stefnt verður að því að koma öllum þeim í flug sem eiga bókað. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri var allt með rólegasta móti í nótt og morgun. Hálka er víða á Akureyri og í næsta nágrenni og því ástæða til að minna vegfarendur á að fara með mikilli gát. Mjög hvasst er bæði á Víkurskarði og Öxnadalsheiði og þar gengur á mjög með sterkum vindhviðum.

Nýjast