Hvar er kvikmyndin frá skátahátíðinni á bökkum Glerár?

Vorið 1967 var haldin mikil skátahátíð á bökkum Glerár í tilefni 50 ára skátastarfs á Akureyri. Páll A. Pálsson ljósmyndari var fenginn til að taka super 8 mm kvikmynd fyrir skátafélögin á Akureyri. Mynd þessi þótti skemmtileg og var lánuð um land allt. Nú finnst myndin ekki þrátt fyrir mikla leit og fyrirspurnir. Þess vegna er hér með auglýst eftir myndinni sem hefur mikið heimildagildi enda um 20 mín. löng. Myndin var í gráum og glærum kassa. Ef einhver hefur hugmynd um hvar hún er niðurkomin er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við Hrefnu Hjálmarsdóttur í síma 462 4623 eða senda tölvupóst hhia(hjá)simnet.is

Nýjast