Hugmynd um svifbraut í Hlíðarfjalli hvergi nærri dauð

"Ég mun nota þennan styrk til að endurgera viðskiptaáætlun og greiða fyrir verkfræðiþjónustu," segir Sveinn Jónsson í Kálfsskinni en hlutafélag hans, Hlíðarfjall ehf., fékk tveggja milljóna króna styrk frá Vaxtarsamningi Eyjafjarðar vegna hugmyndar um að koma upp svifbraut í Hlíðarfjalli. Kostnaðaráætlunin sem fyrir var er 8 ára gömul, var gerð árið 2000 og á ekki lengur við.  Sveinn sagði að hugmynd væri hvergi nærri dauð þó mál hafi þokast hægt áleiðis á liðnum árum, menn ætli ótrauðir að skoða málið ofan í kjölinn.  Fyrirhugað er að halda fund með forsvarsmönnum Akureyrarbæjar og Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands á næstunni, "svo menn séu samtíga í þessu máli," segir Sveinn.   Hann segir að nauðsynlegt sé að fá fjársterka aðila til samstarfs, enda sé verkefnið kostnaðarsamt og fyrir liggi að leita þeirra.

Nýjast