Hörgárbyggð og Arnarneshreppur í samstarf í leikskólamálum

Gengið hefur verið frá samningi milli Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps um samstarf í rekstri leikskólans Álfasteins í Hörgárbyggð. Samningurinn hafði verið í undirbúningi frá því á síðasta ári. Það voru oddvitar sveitarfélaganna, Helgi Steinsson og Axel Grettisson sem undirrituðu samninginn. Í honum felst að leikskólinn er jafnt fyrir börn úr Arnarneshreppi og Hörgárbyggð og rekstrarþátttaka er hlutfallslega jöfn miðað við nýtingu. Hörgárbyggð er áfram eigandi húsnæðisins og ber ábyrgð á rekstrinum út á við og gagnvart starfsfólki. Samningurinn gildir frá síðustu áramótum og vegna hans mun fjölga nokkuð í leikskólanum en á síðasta ári var tekin í notkun viðbygging við hann og þá fjölgaði þar rýmum verulega.

Nýjast