Sextán ára gömul stúlka hjólaði í veg fyrir fólksbíl á Hlíðarbraut á Akureyri um tíuleytið í
gærkvöld með þeim afleiðingum að hún rotaðist. Stúlkan var ekki með hjálm.
Stúlkan var með heyrnatól á höfði sér og að sögn lögreglunar á Akureyri er líklegt að hávær tónlist hafi
valdið því að hún hafi ekki heyrt í bílnum. Stúlkan var flutt á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri til aðhlynningar.
Að sögn lögreglu lítur þetta betur út en talið var í fyrstu. Stúlkan var illa áttuð í fyrstu en var öll að koma til
þegar hún kom á sjúkrahúsið.