Heildarskatttekjur Hörgárbyggðar rúmar 196 milljónir á næsta ári

Fjárhagsáætlun Hörgárbyggðar fyrir árið 2008 liggur nú fyrir. Heildarskatttekjur sveitarfélagsins á næsta ári eru áætlaðar rúmlega 196 milljónir, sem yrði um 7% hækkun frá áætlaðri niðurstöðu ársins 2007. Af þessum tekjum er áætlað að alls tæplega 176 milljónum króna verði varið til rekstrarþátta sveitarfélagsins og tæplega 21 milljón króna fari til framkvæmda. Hlutfall skatttekna til framkvæmda verður 10,6% samkvæmt áætluninni. Það er mun hærra hlutfall en almennt gerist. Helstu framkvæmdir sveitarfélagsins á árinu verða endurbætur á sundlauginni á Þelamörk, framhald á gatnagerð við Lækjarvelli,  endurbætur í Hlíðarbæ, endurbætur á rotþró Skógarhlíðarhverfis og frágangur í kringum Birkihlíð og nýbyggingu leikskólans. Þetta kemur fram á vef Hörgárbyggðar.

Nýjast