Heildaraflamark í loðnu aukið um 50.000 tonn

Á grundvelli ráðgjafar Hafrannsóknastofnunarinnar hefur heildaraflamark í loðnu verið aukið um 50.000 tonn. Heildaraflamark er þannig 207.000 tonn og þar af koma um 152.000 tonn í hlut íslenskra skipa. Í síðustu viku bárust þær fréttir úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu að ákveðið hefði verið að fella úr gildi reglugerð um bann við loðnuveiðum og jafnframt var gefið út breytt heildaraflamark þannig að í hlut Íslendinga kæmu um 100 þúsund tonn, í stað þeirra 121 þúsund tonna sem áður var búið að úthluta. Nú er hlutur íslenskra skipa orðinn 152.000 tonn, sem fyrr segir.

Nýjast