Það var keppt í 3 greinum, borðtennis, boccia og lyftingum. Í borðtennis voru skráðir 36 keppendur og er þetta eitt stærsta mótið á landinu þar sem keppt er í þeirri íþrótt. Það voru flestir sem kepptu í boccia eða 182 keppendur og 9 keppendur tóku þátt í lyftingum. Það er Lionklúbburinn Hængs sem stendur fyrir mótinu og þykir þetta eitt skemmtilegasta það sem klúbburinn stendur fyrir, enda heitir mótið í höfuðið á klúbbnum.
Það var svo veglegt lokahóf í Höllinni þar sem verðlaun voru veitt auk skemmtiatriða.