Við venjubundið eftirlit á Akureyrarflugvelli um miðjan dag í gær var karlmaður um þrítugt handtekinn við komuna frá
Reykjavík eftir að fíkniefnaleitarhundur lögreglunnar hafði gefið til kynna að hann væri með fíkniefni í fórum sínum.
Við frekari rannsókn kom í ljós að hann hafði tæplega 20 grömm af hvítum efnum innvortis. Var maðurinn færður á
lögreglustöðina þar sem mál hans var afgreitt og var hann síðan laus úr haldi lögreglu þá um kvöldið.