15. febrúar, 2008 - 17:56
Skipulagsnefnd Akureyrar hefur borist fyrirspurn um hvort byggja megi Hagkaupsverslun á lóð Sjafnar við Austursíðu. Í bókun skipulagsnefndar er
tekið undir áform fyrirtækisins um uppbyggingu matvöruverslunar á reitnum og hefur skipulagsstjóra verið falið að gera aðalskipulagsbreytingu
í samræmi við tillöguna. Umsækjanda er heimilt í framhaldi af því að gera tillögu að deiliskipulagi reitsins. Eins og kunnugt er
stóðu væntingar Hagkaupsmanna til þess að byggja verslunarhúsnæði á svæði við Akureyrarvöll.