Guðmundur Jónsson í Þór

Körfuknattleikslið Þórs fékk góðan liðsstyrk í gær fyrir komandi tímabil þegar Guðmundur Jónsson sem spilað hefur með liði Njarðvíkur undanfarin fimm ár skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Guðmundur er 24 ára gamall og þrátt fyrir ungan aldur á hann 102 leiki að baki í úrvalsdeild með liði Njarðvíkur. Í þessum leikjum hefur hann skorað 702 stig eða 6,9 stig að meðaltali í leik.

Það er ljóst að Guðmundur kemur til með að styrkja lið Þórs verulega fyrir komandi tímabil í haust.

Nýjast