Gott ár hjá Norðurorku í fyrra og miklar framkvæmdir

Rekstur Norðurorku gekk mjög vel á liðnu ári.  Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBIDTA) nam rúmlega 869 milljónum króna og heildartekjur fyrirtækisins námu um 1.830 milljónum króna. Franz Árnason forstjóri Norðurorku segir hagnað ársins vel viðunandi en getur þess að gengi og þróun krónunnar á síðustu mánuðum liðins árs hafi verið hagstæð og útkoma ársins því ágæt.  „Afkoman var alveg þokkaleg hjá okkur og fjárhagsáætlun stóð ágætlega," segir hann. Rekstrargjöld og tekjur voru í samræmi við áætlanir en framkvæmdir urðu heldur meiri en áætlað var.  „Við stóðum í gríðarmiklum framkvæmdum á síðasta ári.  Stærsta einstaka framkvæmdin var vegna Reykjaveitu sem er mikið verkefni," segir Franz.  Þá nefnir hann að tengigjöld hafi skilað meiri tekjum en gert hafi verið ráð fyrir.  Aðalfundur Norðurorku var haldinn sl. föstudag.

Nýjast