Hið Alþjóðlega handboltamót Partille Cup fór fram í Svíþjóð dagana 2. – 6. júlí sl. Partille Cup er stærsta unglinga handboltamót í heimi og um 15.000 krakkar keppa árlega á mótinu frá um 50 löndum. KA sendi sex lið á mótið úr 4. flokki, þrjú strákalið og þrjú stelpulið. Alls fóru 47 iðkendur frá KA á mótið, 24 strákar og 23 stelpur.