Glæsilegur árangur á Dana Cup

Fjórði flokkur Þórs kvenna í knattspyrnu kom til landsins í gær eftir vel heppnaða keppnisferð til Danmerkur þar sem stelpurnar tóku þátt í Dana Cup mótinu sem fram fór í Fredrikshavn í síðustu viku. Um er að ræða fjölmennt knattspyrnumót með um 5000 keppendum og ekki skemmir fyrir að mótið þykir sterkt og því er mjög góð knattspyrna spiluð á mótinu. Þórsar sendu tvö lið til leiks, eitt í flokki 14 ára stúlkna og eitt í flokki 13 ára stúlkna.

Óhætt er að segja að árangurinn á mótinu hafi verið glæsilegur hjá stelpunum. Eldra liðið komst í 8- liða úrslit og það yngra í undanúrslit. Það er glæsilegur árangur hjá stelpunum sérstaklega í ljósi þess hversu sterkt mótið er og sýnir hversu öflug kvennaknattspyrnan er að verða hér á Akureyri sem og á öllu landinu.

Nýjast