Glæsilegt N1- mót KA var haldið í síðustu viku frá 2.- 5. júlí og tókst með besta móti. Það rigndi duglega
á krakkana fyrsta mótsdaginn, miðvikudag, en eftir það voru veðurguðirnir krökkunum hliðhollir. Úrslitaleikir mótsins voru svo
háðir kl 17:00 á laugardeginum. Breiðablik varð N1-mótsmeistari A-liða eftir sigur á KR, 3-1. Í þriðja sæti lenti HK sem hafði
sigur á ÍR, 2-0, í leik um þriðja sætið.
Úrslitaleikur Blika og KR-inga var stórkostleg skemmtun. KR-ingar komust yfir í fyrri hálfleik og lengi vel stefndi í sigur þeirra röndóttu.
Blikar voru hinsvegar ekki á því að gefast upp og þeir náðu að jafna leikinn skömmu fyrir leikslok. Lokatölur eftir hefðbundinn
leiktíma, 1-1, og því þurfti að grípa til vítuspyrnukeppni. Blikar skoruðu úr tveimur spyrnum en KR-ingar náðu ekki að skora og
lokatölur því 3-1 sigur Breiðabliks.
Prúðasta liðið
Afturelding og Haukar
N1- bikarinn fyrir samanlagðan árangur
ÍBV
Besti markmaður E- liða
Hjörtur Snær Jónsson, Þór
Besti varnarmaður E- liða
Ari Þórðarson, KA
N1- mótsmeistari
A- lið: Breiðablik
B- lið: Njarðvík
C- lið: Breiðablik
D- lið: UMF Langnesing
E- lið: Valur