Gistinóttum á Norðurlandi fækkaði um rúmt 1%, úr 9.000 í 8.900 í maí sl. miðað við sama tíma í fyrra.
Gistinætur á landinu öllu voru 117.300 í maí sem er sambærilegt við maí 2007. Gistinóttum á hótelum fækkaði á
höfuðborgarsvæðinu úr 83.000 í 79.800 eða um 4%., og á Austurlandi voru gistinætur sambærilegar við fyrra ár eða um 4.700.
Rétt er að taka fram að þessar tölur gefa dálítið skakka mynd af ástandinu hér á Akureyri þar sem mikið af
gistirými hér í bænum er annað hvort orlofshúsnæði eða gistiheimili eða hótel sem ekki eru opin allt árið, en slik gistin er
ekki með í þessum tölum.
Gistinætur á hótelum fyrstu fimm mánuði ársins voru 428.000 en voru 412.000 á sama tímabili árið 2007. Fjölgun varð
á Suðurlandi um rúm 20%, á höfuðborgarsvæðinu um 4% og á Norðurlandi aðeins um 2% milli ára. Gistinóttum fækkaði
á öðrum landsvæðum mest á Austurlandi um 13% og á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða um tæp 8%.
Fjölgun gistinátta fyrstu fimm mánuði ársins nær eingöngu til Íslendinga, 14%. Gistinætur útlendinga standa í stað á
milli ára.