Gísli Páll Helgason fyrirliði U- 18 ára landsliðsins í dag

Í dag kl. 15:00 leika Íslendingar við Tékka á móti sem fram fer í Tékklandi og er þetta fyrsti leikur íslenska liðsins í mótinu. Um er að ræða æfingamót en auk þessara tveggja þjóða leika Norðmenn og Ungverjar í A riðli.

Þórsarinn, Gísli Páll Helgason, er fyrirliði íslenska liðsins í dag en einnig eru KA- mennirnir þeir Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson í byrjunarliðinu. Þá er Atli Sigurjónsson úr Þór einnig í hópnum.

www.ksi.is

Nýjast