Gerð undirganga undir Hörgárbraut verði hraðað

Framkvæmdaráð Akureyrar leggur áherslu á að hraðað verði eins og kostur er gerð undirganga undir Hörgárbraut og felur framkvæmdadeild að leita eftir samstarfi við Vegagerðina um málið. Á síðasta fundi ráðsins var tekið fyrir erindi frá skipulagsdeild þar sem óskað var eftir umsögn framkvæmdaráðs um minnisblað unnið af VGK - Hönnun hf. og varðar úrbætur í umferðar- og göngustígamálum í Holtahverfi. Framkvæmdaráð lýsti ánægju sinni með þær tillögur að breytingum á umferðarmálum þessa svæðis sem lagðar voru fyrir ráðið og telur að með þeim megi draga úr umferð stórra bíla um íbúagötur og auka umferðaröryggi. Ráðið bendir á að hluti þeirra breytinga sem hér um ræðir eru þegar á áætlun framkvæmdadeildar, t.d. tenging Krossanesbrautar við Hörgárbraut um Óðinsnes.

Nýjast