12. febrúar, 2008 - 21:17
Tvö tilboð bárust í framkvæmdir á Gleráreyrum, gatnagerð og lagnir, í útboði framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar og
Norðurorku. Tilboðin voru opnuð í dag og voru þau bæði yfir kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp
á um 31,5 milljónir króna en G Hjálmarsson hf. bauðst til að vinna verkið fyrir um 32,5 milljónir króna, eða um 103% af
kostnaðaráætlun. GV gröfur ehf. buðu 44,3 milljónir króna, eða 140% af kostnaðaráætlun.
Eftir er að fara yfir tilboðin en samkvæmt útboði skal verkinu að fullu lokið fyrir 1. maí í vor. Um er að ræða jarðvegsskipti og
lagningu fráveitulagna, vatnslagna, rafstrengja, ídráttarröra og að reisa ljósastaura við götuna, sem er um 360 metrar að lengd.