Fundað um landsmál, bæjarmál og heilbrigðismál

Vinstrihreyfingin grænt framboð boðar til opins stjórnmálafundar á Bláu könnunni á Akureyri, í kvöld, fimmtudaginn 14. febrúar kl. 20:00. Á sama tíma stendur heilbrigðismálanefnd Sjálfstæðisflokksins fyrir opnum fundi um heilbrigðismál á Hótel KEA. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur framsögu og situr fyrir svörum. Gestir fundar VG verða þau Steingrímur J. Sigfússon formaður flokksins, Þuríður Backman þingmaður flokksins í NA-kjördæmi og bæjarfulltrúar VG Akureyri. Rætt verður m.a. um stöðuna í landsmálum auk ástandsins í höfuðborginni og stöðu bæjarmála á Akureyri. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir á þessa fundi.

Nýjast