Konráð Alfreðsson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar segir fulla þörf á því að sameina sjómannafélög,
að minnsta kosti í Eyjafirði. Þar eru nú starfandi tvö sjómannafélög, Sjómannafélag Eyjafjarðar og
Sjómannafélag Ólafsfjarðar.
Um áramótin gekk sjómannadeildin á Siglufirði inn í Sjómannafélag Eyjafjarðar. "Ég segir hiklaust já," svarar Konráð
spurður um hvort þörf sé á að sameinina sjómannafélög á svæðinu. "Það er full þörf á að
sameina félög, gera þau sterkari og öflugri en þau eru nú," bætir hann hann við, en um 400 manns eru innan vébanda Sjómannafélags
Eyjafjarðar og eitthvað innan við 100 í Sjómannafélagi Ólafsfjarðar. Konráð segir nauðsynlegt að íbúar á
landsbyggðinni almennt verði sterkari innan verkalýðs- og sjómannafélaga, það gerðist með því að stækka og efla þau
m.a. með sameiningum. Hann segir ekki saka að sameina fleiri félög en bara á Eyjafjarðarsvæðinu, en engar viðræður um sameiningar
félaga eru í gangi. "Við verðum að hugsa fyrst og fremst um fólkið sem við vinnum fyrir og það gerum við best með því
að geta veitt góða þjónustu svo sem krafa er um. Félögin verða að hafa burði og kraft til að sinna sínum verkefnum og til
þess þarf starfsfólk sem ekki er hægt að ráða nema félögin séu sterk og öflug."