21. febrúar, 2008 - 18:15
Freyvangsleikhúsið frumsýnir hinn sívinsæla gamanleik "Þið munið hann Jörund" eftir Jónas Árnason í Freyvangsleikhúsinu
í Eyjafjarðarsveit á morgun, föstudag. Það er Saga Jónsdóttir sem leikstýrir verkinu. Um viðamikið verkefni er að ræða
hjá Freyvangsleikhúsinu en alls koma um 40 manns að uppsetningunni og þar af tæplega 20 leikarar. Allir þekkja ævintýrið um Jörund sem kom
til Íslands og gerðist yfirvald nánast upp á sitt einsdæmi og þá hefur tónlist verksins verið gerð ódauðleg í gegnum
tíðina. Nánar er fjallað um uppsetningu Freyvangsleikhússins í Vikudegi í dag.