Gunnar M. Guðmundsson framkvæmdarstjóri SBA-Norðurleiðar er hæfilega bjartsýnn fyrir komandi sumar. Hann segir bókanir hafa verið góðar
fyrir sumarið en eins og aðrir hafi hann áhyggjur af hækkandi eldsneytisverði.
"Já að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af því og það kemur til með að skipta máli, það verður lítil
eftirtekjan held ég, bæði að olían er að hækka og svo var mikið um launahækkanir á síðasta ári. Þetta er komið
út fyrir öll velsæmismörk," segir Gunnar. Um 60 rútur verða að meðaltali í gangi hjá fyrirtækinu í sumar en fjöldinn getur
þó farið allt upp í hundrað bíla á dag. Gunnar segir að rekstrarhlutinn á Akureyri sé orðinn lítinn, mestu viðskiptin
séu farinn til Reykjavíkur. "Viðskiptin eru einna helst að verða fyrir sunnan, fólk erlendis frá kemur aðallega frá Keflavík og það
kemur ekkert beint hingað."
Gunnar segir skemmtiferðaskipin vera alltaf á svipuðu róli með fjöldann en skipin hafi þó vera að stækka og erfiðara sé að
sinna þeim fyrir vikið. Í ár eru 54 skemmtiferðaskip orðin bókuð. "Þetta er svona rokkandi milli ára frá 55 upp í 60 skip
þegar mest er en litlu skipin eru að detta út og stærri að taka við, sem er dýrara að sinna." Gunnar segir ekki ólíklegt sé að
það þurfi 40-50 bíla og 45 leiðsögumenn þegar mest gengur á. Hann segir ennfremur að töluvert af þeirra viðskiptum séu í
evrum og það jafni að hluta til kostnaðinn út. "Krónan er orðin útilokuð í þessum bransa þegar menn eru að gefa upp verð."
sagði Gunnar að lokum.