Nú fer fótboltatímabilið senn að hefjast og fara fyrstu leikirnir fram um hvítasunnuna. Í 1. deild karla fær lið KA manna Fjarðabyggð
í heimsókn mánudaginn 12. maí og fer leikurinn líklega fram í Boganum. Þór mætir nágrönnum sínum í KS/Leiftri
á þriðjudaginn 13. maí en ekki er orðið endanlega ljóst hvar sá leikur fer fram.
Þór/KA í Landsbankadeild kvenna byrjar sumarið á erfiðum útivelli gegn Val næstkomandi mánudag.
Nánar verður fjallað um þetta í blaðinu á morgun og þar fáum við einnig að heyra í fyrirliðum liðanna þriggja um
komandi sumar.