Fjöldi fólks á síðbúinni áramótabrennu á Akureyri

Fjöldi fólks lagði leið sína á síðbúna áramótabrennu við Réttarhvamm á Akureyri nú í kvöld en fresta varð brennunni í gærkvöld vegna veðurs. Eftir að brennan hafði logað í um hálfa klukkustund og yljað fólki í suðvestan nepjunni, var boðið upp á glæsilega flugeldasýningu. Á fundi slökkviliðs, lögreglu og brennuhaldara seinni partinn í gær, var ákveðið að fresta því að kveikja í brennunni um sólarhring. Allt gekk vel í kvöld og bæjarbúar héldu glaðir heim á leið.

Nýjast