Fjölbreytt hátíðardagskrá á Akureyri á frídegi verkalýðsins

Hátíðahöld stéttarfélaganna á Akureyri í tilefni 1. maí hefjast með kröfugöngu frá Alþýðuhúsinu kl. 14.00 en gengið verður að Sjallanum þar sem dagskráin fer fram. Kjörorð dagsins er; VERJUM KJÖRIN. Göngufólk á að safnast saman við Alþýðuhúsið kl. 13:30 en þar verða m.a. happdrættismiðar afhentir. Gengið verður við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar en í Sjallanum verður dagskráin þessi:

 

Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna:

Helgi Jónsson,

formaður Rafvirkjafélags Norðurlands

 

Ávarp: "Atvinnuuppbygging í Eyjafirði"

Magnús Ásgeirsson,

framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar

 

Aðalræða dagsins:

Pétur Sigurðsson,

fyrrum formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga

 

Skemmtidagskrá, kaffiveitingar og dregið í happdrættinu:

- Kristján Edelstein og Pétur Hallgrímsson -

- Gospelkór Akureyrar -

- Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum á Akureyri -

- Atriði úr „Wake me up" -

 

 

Nýjast