Fjölbreytt dagskrá á Bíladögum á Akureyri

Bílaklúbbur Akureyrar stendur fyrir hátíðinni "Bíladagar á Akureyri" dagana 13.-17. júní n.k. Bílaklúbburinn hefur haldið þessa hátíð óslitið frá árinu 1974, þar sem einn af hápunktunum er bílasýning á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Bíladagar á Akureyri hafa þróast undanfarin ár í að verða langstærsta mótorsport hátíð landsins og búast skipuleggjendur hátíðarinnar við 10-12 þús manns í bæinn. Bílaklúbbur Akureyrar ásamt Akureyrarbæ og stuðningsaðilum sínum hefur nú komið upp tveimur gámum við Glerárgötu og Drottningarbraut til að minna ökumenn og þátttakendur í Bíladögum 2008 á að fara nú varlega í umferðinni. AIM eða Akureyri International Musicfestival mun einnig fara fram sömu daga og því ljóst að um nóg verður að vera á Akureyri.

Skráningar í alla viðburði og nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins http://www.ba.is/

Dagskrá bíladaga 2008 er svo hljóðandi:

13. júní    Kl. 20.30 Hóprúntur um bæinn og formleg setning Bíladaga

14. júní    Kl. 17.00 Olís - Götuspyrnan, Tryggvabraut

15. júní    Kl. 15.00 Drift - (Staðsetning kynnt á Götuspyrnu)

16. júní    Kl. 20.30 Burn-Out á Akureyrarvelli

17. júní    Kl. 10.00 Þjóhátíðarbílasýning í Boganum - opið til 18.00

VIP armbönd inn á alla viðburði seld hjá Olís Álfheimum og Fellabæ ásamt Ellingsen á Akureyri.

 

Nýjast