Á síðasta fundi framkvæmdaráðs var tekið fyrir erindi frá Jóni Hlöðveri Áskelssyni þar sem hann bendir á hvort
Akureyrarbær geti réttlætt að á þeim tímum sem almenningur ferðast gjaldfrjálst með SVA þá eigi þeir fötluðu kost
á startgjaldi í leigubíl á 600 kr. farkorti sem ekkert hefur hækkað í tíu ár.
Í bókun framkvæmdaráðs kemur fram að ráðið telur nauðsynlegt að reglur um ferlimál verði endurskoðaðar.
Deildarstjóra framkvæmdadeildar var falið að vinna frekar að málinu og gera tillögur að nýjum reglum í samvinnu við búsetudeild.