Gylfi Gunnarsson, skipstjóri á Þorleifi EA frá Grímsey, og hans menn eru á netralli með þremur starfsmönnum Hafrannsóknastofnunar
úti fyrir Norðurlandi, "og inni á fjörðum, víkum og vogum," eins og Gylfi orðaði það.
Netarallið hefur staðið yfir í vikutíma og sagði Gylfi að um vika væri eftir. Lögð hafa verið net á svæðinu frá
Trékyllisvík austur í Þistilfjörð. "Slíkar rannsóknaveiðar hafa verið stundaðar undanfarin ár en við erum þó
heldur fyrr á ferðinni en venjulega," sagði Gylfi sem er þó í sínu fyrsta netaralli. Í morgun var Þorleifur EA inni á Eyjafirði og
þegar Vikudagur ræddi við Gylfa fyrir stundu, var verið að draga síðustu trossurnar suðaustur af Rauðuvík. Aðspurður sagði að Gylfi
að ástand þorsksins væri nokkuð gott. "Við höfum verið að fá mjög fallegan þorsk og allt upp í 25 kg að þyngd og svo
náttúrulega minni fisk. Aflinn hefur jafnframt verið misjafn en þorskurinn er vel haldinn og að mestu í hrygningu."
Almennt um aflabrögð Grímseyjarbáta í vetur sagði Gylfi að þau hafi verið alveg þokkaleg en þó hafi veðráttan
verið sjómönnum frekar erfið.