Fá tilboð en há berast í framkvæmdir á Þórssvæði

Eitt tilboð barst í gerð knattspyrnu- og frjálsíþróttasvæðis á íþróttasvæði Þórs. Um er að ræða jarðvinnu, lagnir, þökulögn, malbikun og frágang hlaupabrauta. Tilboðið var  frá G. Hjálmarssyni og hljóðaði upp á  299 milljónir króna eða 47% yfir kostnaðaráætlun sem var 203 milljónir króna. Á dögunum barst einnig eitt tilboð þegar boðið var út verk á svonefndu Sunnuhlíðarsvæði, það var 202% yfir áætluðum kostnaði og hafnaði Akureyrarbær því tilboði. Þá liggur fyrir að bjóða út byggingu stúku við Þórsvöllinn, sem rúma á 1000 áhorfendur.

Nýjast