Magni frá Grenivík er enn án stiga í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu eftir tap um helgina. Liðið sótti Reynir í Sandgerði heim þar sem fimm mörk voru skoruð á Sparisjóðsvellinum en heimamenn skoruðu fjögur þeirra. Lokatölur því 4-1 sigur Reynis. Mark Magna skoraði Víðir Örn Jónsson.
Magni situr því á botni deildarinnar án stiga eftir fjórar umferðir.