Eldur í rafmagnstöflu í húsi við Eiðsvallagötu

Slökkvilið Akureyrar var kallað að íbúðarhúsi við Eiðsvallagötu skömmu eftir kl. 9 í morgun en þar hafði komið upp eldur í rafmagnstöflu í kjallara. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var húsráðandi búinn að slökkva eldinn með handslökkvitæki, sem logaði aðeins í rafmagnstöflunni. Slökkviliðsmenn reykræstu húsið en reykur fór um hluta hússins. Rafmagnstaflan er ónýt en að öðru leyti urðu ekki miklar skemmdir. Reykskynjari gerði húsráðanda viðvart, sem minnir fólk enn og aftur á mikilvægi reykskynjara.

Nýjast