Eldur í íbúð í fjölbýlishúsi við Smárahlíð

Tilkynnt var um eld í íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi við Smárahlíð á Akureyri um kl. 11 á sunnudagsmorgun. Þegar slökkviliðið kom á vettvang höfðu íbúar náð að slökkva eldinn sem var í svefnherbergi. Slökkviliðið reykræsti íbúðina. Tveir íbúar voru fluttir á slysadeild með sjúkrabíl. Annar þeirra var með snert af reykeitrun en hinn með minniháttar brunasár. Upptök eldsins eru rakin til fikts hjá barni. Enn og aftur voru það rétt viðbrögð og virkur slökkvibúnaður sem komu í veg fyrir enn stærra tjón, segir á vef Slökkviliðs Akureyrar.

Nýjast