Einn vinsælasti farsi allra tíma frumsýndur hjá LA

Leikfélag Akureyrar frumsýnir gamanleikinn Fló á skinni, eftir George Feydeau, í Samkomuhúsinu á morgun, föstudag. Þetta er einn besti og eitraðasti gamanleikur allra tíma. Nú eru 100 ár frá því að þessi óborganlegi farsi Feydeau kitlaði fyrst hláturtaugar áhorfenda og hóf sannkallaða sigurför um heiminn. LA fagnar tímamótunum með sinni fyrstu uppsetningu á þessu vinsæla verki og í glænýrri leikgerð Gísla Rúnars Jónssonar en leikstjóri er María Sigurðardóttir. Meðal leikara: Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Hallgrímur Ólafsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Viktor Már Bjarnason, Atli Þór Albertsson, Linda Ásgeirsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Tinna Lind Gunnarsdóttir, Randver Þorláksson, Valdimar Örn Flygering, Aðalsteinn Bergdal, Þráinn Karlsson og Árni Tryggvason en þeir tveir síðastnefndu skipta hlutverkinu á milli sín.

Nýjast